Primex tilnefnt á heilsuvörusýningu
Líftæknifyrirtækið Primex á Siglufirði hefur verið tilnefnt til verðlauna fyrir bestu nýju vöruna í tengslum við stærstu heilsuvörusýningu í Evrópu. Á sýninguna, sem nefnist Vitafood Europe, koma yfir 700 sýnendur, en Primex er komið í lokaúrslit ásamt þremur öðrum fyrirtækjum.
Fyrirtækið er tilnefnt fyrir LipoSan fitubindiefnið, en það býr yfir hinum náttúrulegu trefjum sem kítósan inniheldur og hafa þann eiginleika að draga til sín fitu úr fæðu sem neytt er og hindra upptöku hennar.
Ásamt LiposSan framleiðir Primex einnig ChitoClear sem er sárasprey og gel fyrir dýr og er efnið græðandi og dregur úr sársauka og kláða. Langstærsti hluti framleiðslu Primex er þó ekki ætlaður til framleiðslu á staðnum, heldur fluttur út. Fyrirtækið framleiðir kítin og kítósan úr rækjuskel, en kítosan er verðmætt og eftirsótt efni, sér í lagi á erlendum mörkuðum.
Þetta kemur fram á mbl.is í gær.
Athugasemdir