Prinsessuviðtalið við Guggu O.
sksiglo.is | Almennt | 01.11.2013 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 722 | Athugasemdir ( )
Guðbjörg Oddný Friðriksdóttir er dóttir Friðriks Más Jónssonar og Sigurlaugar Gunnarsdóttur. Eða Frigga Guggu og Sillu Gunnars.Guðbjörg flutti frá Siglufirði 1990.Guðbjörg eða Gugga eins og hún er yfirleitt kölluð er nýkomin heim frá Danmörku. Guðbjörg stundaði nám í Menningarmiðlun í Háskólanum í Hróarskeldu. Já það er Háskóli í Hróarskeldu. Einnig nam hún Frumkvöðlafræði við háskólann í Kaupmannahöfn. Að sjálfsögðu spurði ég hvort kennslan í Menningarmiðluninni í Hróarskeldu væri aðalega kennd í kring um þessa menningarhátíð sem sumir segja að Hróarskelduhátíðin sé, en svo er víst ekki. Þetta er alvöru háskóli.Áður en Gugga flutti heim tók hún þátt í spennandi verkefni þar sem hún var ráðgjafi í frumkvöðlaverkefni fyrir unglinga sem var mjög spennandi og skemmtilegt.Þegar Gugga kom heim árið 2012 hóf hún störf hjá Reykjavíkurborg og sá einnig um dönsku námskeið fyrir börn hjá Norræna Félaginu.Gugga var svo með örlitla hugmynd í kollinum þegar hún kom að utan en það er að skipuleggja fyrstu jóga hátíðina í Reykjavík sem enn er í mótun og vinnslu og verður vafalaust skemmtileg og stór hátíð í framtíðinni.Nýjasta verkefni Guggu er að blogga fyrir Kaupstað en það er netverslun með Íslenskri hönnum og að sjálfsögðu vill Gugga koma því að að það sé hægt að versla fullt af flottum jólagjöfum hjá www.kaupstadur.isGugga er gift Ævari Österby sem er einn flottasti klipparinn á höfuðborgarsvæðinu. Ævar á hlut í hársnyrtistofunni Slippnum í Reykjavík og vinnur þar einnig. Saman eiga þau Jakob Már sem er 7 ára gamall orkubolti.Hér geti þið lesið nýjasta blogg Guggu, en Gugga skrifar umfjallanir inn á þennan miðil einu sinni í mánuði :http://kaupstadur.is/blogg/stefnumot-vid-honnud---orri-finnVið þökkum Guggu kærlega fyrir Prinsessuviðtalið.Á myndinni sem fylgir Prinsessuviðtalinu eru Gugga og sonur hennar og Ævars, Jakob Már.
Athugasemdir