Vel heppnað prjónakvöld
sksiglo.is | Almennt | 19.10.2011 | 12:05 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 594 | Athugasemdir ( )
Vel heppnað prjónakvöld á bókasafninu á Siglufirði í gærkvöldi. Alls mættu 17 konur sem skemmtu sér við prjónaskap og spjall.
Ákveðið hefur verið að hafa slík prjónakvöld tvisvar í mánuði þ.e. 1. og 3. þriðjudag í mánuði. Forstöðumaður Bókasafns Fjallabyggðar þakkar skemmtilega kvöldstund og hlakkar til næsta prjónavölds á bókasafninu á Siglufirði sem verður þriðjudaginn 1. nóvember nk. kl. 20 - 22.Lára Stefánsdóttir skólameistari Menntaskólans á Tröllaskaga
Texti: Aðsendur
Myndir: GJS
Athugasemdir