Pub-quiz Siglfirðingafélagsins
sksiglo.is | Almennt | 09.03.2014 | 09:30 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 565 | Athugasemdir ( )
Pub-quiz Siglfirðingafélagsins var haldið laugardaginn 8. mars á Kaffi Sólon
Hörku stemning var á staðnum og allir skemmtu sér konunglega.
Rakel Björnsdóttir sendi okkur nokkrar línur um Pub-quiz keppnina.
"Nefnið þrjá útlenda þjálfara sem hafa þjálfað KS?"
Þessi var ekki auðveld í gær en gáfnaljósin sem mættu á pub-quzzið fóru samt létt með þetta.
Flott stemning var á Sólon þar sem á fimmta tug Siglfirðinga létu
ljós sitt skína í almennum og Siglufjarðartengdum spurningum og hlutu að launum magnaða vinninga.
Í vinning voru m.a. Siglufjarðarsería Ragnars Jónassonar frá
bókaútgáfunni Veröld, Saga knattspyrnunnar á Íslandi, körfur frá Kaffitár, matur á Rauðku, bjórsmökkun,
hárvörur frá Halldóri Jónssyni ehf., vöruúttektir frá Pennanum og fleira og fleira.
Takk allir sem komu að þessu, sérstaklega Halldór Þormar Hermannsson
dómari og Ásdís Jóna Sigurjónsdóttir spyrill og takk Þórir Hákonarson spurningahöfundur.
Viðburðurðinn þótti takast einstaklega vel og var gaman að sjá ný andlit á viðburðum félagsins, nýja kynslóð sem erfa mun land...og félagið :-)
Nú er bara að hlakka til næsta pub-quiz en áður en að því kemur ætlar keppnislið Siglfirðingafélagsins í Spurningakeppni átthagafélaganna að spreyta sig.
Viðburðurðinn þótti takast einstaklega vel og var gaman að sjá ný andlit á viðburðum félagsins, nýja kynslóð sem erfa mun land...og félagið :-)
Nú er bara að hlakka til næsta pub-quiz en áður en að því kemur ætlar keppnislið Siglfirðingafélagsins í Spurningakeppni átthagafélaganna að spreyta sig.
Næsta fimmtudag, 13. mars mun liðið keppa í Breiðfirðingabúð.
Nánar um það síðar.
En hér koma nokkrar myndir sem við fengum leyfi til að sýna á Siglo.is.
Frá vinstri. Konný Þór Agnarsdóttir, Rakel Björnsdóttir, Thomas Fleckenstein, Anna Guðlaug Gunnarsdóttir og
Gunnar Atlason.
Sævarður Einarsson, Birkir Gunnlaugsson, Salmann Héðinn Árnason og Jóhann Már Sigurbjörnsson.
Flottur hópur og greinilega góð stemning á Sólon.
Runólfur Birgisson, Þorsteinn Birgisson og Birgir Runólfsson.
Ásdís Jóna Sigurjónsdóttir sem var spyrill og Halldór Þormar Hermannsson dómari.



Athugasemdir