Raffó-menn alltaf í útlenska boltanum.
sksiglo.is | Almennt | 03.05.2013 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 636 | Athugasemdir ( )
Ég kom við í Raffó um daginn til að láta lóða fyrir mig fjarstýringu sem fylgir með bílnum hennar Ólafar (Ólöf er semsagt unnusta mín og mér skilst á henni að hún sé mjög stolt af því og yfir sig ánægð). Þar tók Agnar Sveinson vel á móti mér með lóðboltann í hönd sem hann lagði reyndar strax frá sér og bauð mér í kaffi.
Hann sagði að ég mætti ekki missa af því þegar
umræðurnar um fótboltann byrjuðu á kaffistofunni. Þar eru víst 2 Mansester júnætet menn, 1 Liverpúl maður og 1 Arsenall
maður.
Ég kem inn og mér er réttur bolli og þá strax byrja þeir að
tala um fótbolta. Þetta var eins og standa í miðju fuglabjargi. Þeir töluðu hver í kapp við annann og hver ofan í annann.
Pólitískar umræður hreinlega blikna í sambandi við svona fótboltaumræður.
Inn í fótboltumræðurnar blandast svo umræða um Old Boys fótbolta
verðlaun sem Alli Arnars benti stoltur á (svona inn á milli þess sem hann sagði að Arsenal væru beztir).
Sibbi sagði mér frá því að Raffó hefði verið með
fulltrúa á einhverju fótboltamóti í útlöndum þar sem þeir tóku við verðlaununum fyrir eitthvert af þessum liðum sem
ég talaði um hér fyrir ofan.
Marteinn sagði að flest allt sem Aggi sagði væri vitleysa og svo sagði Aggi að
flest allt sem Marteinn sagði væri misskilningur.
Svo inn í þetta kemur Björgvin Jóns og mér sýndist hann bara
fá sér kaffi og skildi líklega jafn mikið í þessu og ég.
Svo allt í einu stoppar allt og þeir fara fram að vinna. Orðalaust. Ég
stóð þarna einn eftir og vissi ekki hvort ég var að fara eða koma, eyrun á mér og heilabú eru bara hreinlega ekki gerð fyrir svona
fótboltatal. Ég vissi að ég heyrði eitthvað í sambandi við Liverpúl, Manjú og Arsenall. Allavega vann eitthvað af þessum liðum
einhvern titil í útlensku deildinni sem flestallir fótboltamenn horfa á.
Annars held ég að það sé nóg að gera hjá þeim og
þeir kvarta ekki neitt. (Reyndar kom ég þeirri spurningu aldrei að vegna þess að þeir voru að tala um fótbolta).
Ég næ svo bara í fjarstýringuna seinna, ég man heldur ekkert hvar
ég lagði hana frá mér eða hvort Aggi tók við henni yfirleitt.
En svo koma nokkrar myndir af því þegar þeir voru að ræða
þetta allt saman og svo þegar þeir voru hættir að ræða þetta og voru byrjaðir að tala um plús og mínus og jörð sem ég
skildi miklu betur en fótboltatalið allt saman.

Sibbi að sýna Agga eitthvað fótboltablað.

Þarna sagði Aggi að allt sem væri í þessu blaði væri
lýgi.

Marteinn hætti að hlusta á Agga eitt andartak og þá náði
ég þessari mynd.

Þetta er örugglega eitt stæðsta Old-Boys verðlaunasafn sem til er á
landinu.

Alli bendir stolltur á Old-Boys safnið.

Þetta er eitthvað annað íþróttaverðlaunasafn, ég man ekkert
hvað þeir sögðu um þetta.

Alli og Björgvin.

Marteinn, Aggi og Sibbi.

Sibbi.

Aggi að skrúfa eitthvað. Örugglega plús eða mínus eða
jörð.

Og þetta er svolítið skemmtilegt safn af gömlum rafmagnsmælum.
Athugasemdir