Ragnar Adolf
Fimmtudagskvöldið 18. apríl hittust góður hópur úr '88 árganginum frá Siglufirði í Egilshöll í Reykjavík. Tilgangur hittingsins var að þessu sinni ekki hefðbundið bekkjarmót eða bíó ferð. Fréttir höfðu borist af því að einn bekkjarfélaginn Ragnar Adolf hefði greinst með hornhimnusjúkdóm.
Sjúkdómurinn heitir Keratoconus og er genatískur hrörnunarsjúkdómur sem veldur þynningu á hornhimnunni. Þessi þynning hefur
í för með sér mikla sjónskerðingu sem fæst ekki leiðrétt með venjulegum linsum né gleraugum.
Ragnar notar harðar plast linsur til að reyna að hægja á sjúkdómnum, en þeim fylgja mikil óþægindi og sársauki á
löngum aðlögunartíma. Ef ekki næst að hægja nægilega á þynningu hornhimnunnar með linsunum er eini möguleikinn fyrir hann að fara
í hornhimnuígræðslu. Sú aðgerð ber með sér mikla áhættu og fjöldann allan af kvillum. Til dæmis er hætta á
að líkaminn hafni hornhimnunni og einnig má búast við mjög löngum tíma í endurhæfingu. Núna er sjónin orðin það
slæm að hann sér ekki á skjá án linsanna.
Eins og gefur að skilja er sá læknis- og sérfræðingakostnaður sem hann þarf á að halda töluverður. Ofan á það bætist síðan kostnaður af mögulegri aðgerð og kostnaður af þeim linsum sem hann þarf að nota. Takist aðgerðin vel mun sjónin breytast hratt fyrsta árið eftir hana og því munu linsuskipti vera tíð, jafnvel þrisvar til fjórum sinnum yfir fyrsta árið en slíkar linsur eru mjög dýrar.
Ákváðu gömlu bekkjarsystkini hans því að styrkja hann um smá aur til þess að styðja hann í þeirri barráttu sem framundan er. Tilgangur hittingsins þetta fimmtudagskvöld var því að hópast saman áður en haldið væri í óvænta heimsókn til Ragnars til að heilsa uppá hann og afhenda honum þann pening sem bekkurinn hafði safnað.
Bekkjarsystkini Ragnars heita á fyrirtæki í okkar heimabæ og þá sem sjá sér fært um að leggja honum lið í komandi baráttu. Öll framlög stór sem smá eru vel þeginn, en hægt er að leggja frjáls framlög inn á reikning 0528-14-402502 Kennitala: 301188-3909. Reikningurinn er skráður á Iðunni Jónasardóttir unnustu Ragnars.
Fyrir hönd 88'árgangsins frá Siglufirði
Myndir og texti: Sigurbjörn Hafþórsson
Athugasemdir