Ragnar Jónasson kynnir bók sína í Ljóđasetrinu laugardaginn 2. nóv.
Nýjasta bókin í Siglufjarðarsyrpu Ragnars Jónassonar, Andköf, kom út á mánudaginn. Sögusviðið er áfram Norðurland en að þessu sinni er Ari Þór Arason, lögreglumaður á Siglufirði, beðinn um að aðstoða við rannsókn máls í Kálfshamarsvík, rétt norðan við Skagaströnd. Þar finnst lík ungrar konu undir hrikalegum klettum skömmu fyrir jól. Í ljós kemur að móðir hennar og barnung systir hlutu sömu örlög á sama stað aldarfjórðungi áður. Á Kálfshamarsnesi stóð áður þorp, í upphafi síðustu aldar, en byggðin lagðist af fyrir 1940.
Kápa fjórðu bókar Ragnars sem tengist Siglufirði.
Ragnar hyggst kynna bókina í Ljóðasetrinu á Siglufirði á laugardaginn kl. 13:30, segja sögu þorpsins sem hvarf og lesa upp úr
bókinni. Að því loknu, kl. 14:00, verður hægt að fá bókina áritaða á sérstöku tilboðsverði í Samkaup
úrval.
Þess má geta að Myrknætti, önnur bók Ragnars í syrpunni, kom nú á dögunum út í Þýskalandi og kallast þar
Todesnacht.
Ragnar kynnti nýju bókina í Eymundsson á mánudaginn.
Athugasemdir