Rarik selur Rafstöðvarhúsið
sksiglo.is | Almennt | 09.06.2012 | 06:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 1188 | Athugasemdir ( )
Rarik selur rafstöðvarhúsið við Hólaveg sem byggt var 1936. Inn í þessu húsi voru þrjár díselvélar tvær Caterpillar og ein CM vél sem sáu Siglfirðingum fyrir rafmagni þegar Skeiðsfossvirkjun fór út, til dæmis í vondum veðrum eða við aðrar bilanir á línu eða búnaði frá Skeiðsfoss.
Framleiðsla frá þessum vélum var 2 megavött og tók ekki nema 30-40 mínútur að koma framleiðslu frá vélunum inn á kerfið aftur ef bilun varð á Skeiðsfosslínu.
Í dag erum við komin inn á hringtengingu á raforkukerfi Rariks eftir að Héðinsfjarðargöng voru opnuð og ný aðveitustöð var tekin í notkun við Norðurgötu. Siglfirðingar þurfa ekki að kvíða neinu varðandi öryggi á rafmagni þótt rafstöðin sé seld.

Starfsmenn frá Rarik að taka spennir

Hvanneyrará

CM vélin fylgir húsinu

Vélasalur

Starfsmenn frá Rarik að losa húsið

Aðveitustöðin við Norðurgötu tekin í notkun 2011
Texti og myndir: GJS
Framleiðsla frá þessum vélum var 2 megavött og tók ekki nema 30-40 mínútur að koma framleiðslu frá vélunum inn á kerfið aftur ef bilun varð á Skeiðsfosslínu.
Í dag erum við komin inn á hringtengingu á raforkukerfi Rariks eftir að Héðinsfjarðargöng voru opnuð og ný aðveitustöð var tekin í notkun við Norðurgötu. Siglfirðingar þurfa ekki að kvíða neinu varðandi öryggi á rafmagni þótt rafstöðin sé seld.
Starfsmenn frá Rarik að taka spennir
Hvanneyrará
CM vélin fylgir húsinu
Vélasalur
Starfsmenn frá Rarik að losa húsið
Aðveitustöðin við Norðurgötu tekin í notkun 2011
Texti og myndir: GJS
Athugasemdir