112-dagurinn haldinn, 11. febrúar

112-dagurinn haldinn, 11. febrúar 112-dagurinn verður haldinn um allt land laugardaginn 11. febrúar. Markmið dagsins er að kynna neyðarnúmerið og þá

Fréttir

112-dagurinn haldinn, 11. febrúar

112-dagurinn verður haldinn um allt land laugardaginn 11. febrúar. Markmið dagsins er að kynna neyðarnúmerið og þá margvíslegu aðstoð sem almenningur hefur aðgang að í gegnum það.

Að þessu sinni er áhersla lögð á að hvetja fólk til að hika ekki heldur hringja í 112 ef það telur sig þurfa á aðstoð að halda – til öryggis.

Efnt er til dagskrár í Smáralind og hjá viðbragðsaðilum um allt land. 112-dagurinn er haldinn víða um Evrópu á sama tíma en 112 er samræmt neyðarnúmer í löndum Evrópusambandsins.

Getur starfsfólk þitt bjargað mannslífum?

Þjálfun í skyndihjálp getur gert þér og þínu samstarfsfólki kleift að bjarga mannslífi þegar sekúndur og mínútur skilja að á milli lífs og dauða.

Fjöldi fyrirtækja, svo sem bankastofnanir, verkfræðistofur og hótel, auk sveitarfélaga, skóla og safna, sendir starfsfólk sitt reglulega á skyndihjálparnámskeið hjá Rauða krossinum.



Starfsfólk fyrirtækja sem hefur farið á skyndihjálparnámskeið er betur í stakk búið til að bregðast rétt við ef samstarfsfólk eða viðskiptavinir lenda í slysi, hjartastoppi eða flogakasti á vinnustað. Reynslan sýnir að fólk sem kann grundvallaratriði í skyndihjálp getur bjargað mannslífi í stað þess að horfa ráðalaust á.



Vinsælasta námskeið Rauða krossins fyrir fyrirtæki er fjögurra klukkustunda skyndihjálparnámskeið. Á því skyndihjálparnámskeiði læra þátttakendur grundvallaratriði í skyndihjálp og endurlífgun. Markmiðið er að þátttakendur verði hæfir til að veita fyrstu hjálp á slysstað.



Námskeiðin má sníða að mismunandi þörfum hópa og fyrirtækja. Algengast er að námskeiðin séu haldin á vinnustað á tíma sem hentar best á hverjum stað. Starfsfólk Rauða krossins mætir þá á viðkomandi vinnustað með allan nauðsynlegan búnað og fræðslugögn. Þátttakendur fá viðurkenningu frá Rauða krossi Íslands og Velferðarráðuneytinu. Mælt er með endurmenntun annað hvert ár.

Námskeiðsgjald er kr. 3.000 á mann. 




Allir ættu að fara á skyndihjálparnámskeið og viðhalda þekkingunni reglulega, því rétt viðbrögð á ögurstundu geta bjargað mannslífi.

Fáðu upplýsingar um skyndihjálparnámskeið núna. Sendu okkur fyrirspurn á mundy@fjallaskolar.is og margret@fjallaskolar.is.



Á skyndihjálparnámskeiði læra þátttakendur grundvallaratriði í skyndihjálp og endurlífgun.

Texti: Aðsendur

Athugasemdir

27.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst