Reitir tilnefndir til Eyrarrósarinnar

Reitir tilnefndir til Eyrarrósarinnar Eyrarrósin er viðurkenning til framúrskarandi menningarverkefna á starfssvæði Byggðarstofnunnar og sóttu fjörutíu

Fréttir

Reitir tilnefndir til Eyrarrósarinnar

mynd: www.reitir.com
mynd: www.reitir.com

Eyrarrósin er viðurkenning til framúrskarandi menningarverkefna á starfssvæði Byggðarstofnunnar og sóttu fjörutíu verkefni um hana nú í ár. Þrjú þeirra munu hljóta viðurkenningu og eitt þeirra mun hljóta Eyrrarrósina. Sú nýbreytni er á í ár að birta lista yfir þau tíu verkefni sem eiga möguleika og er verkefnið Reitir á Siglufirði þeirra á meðal.

Í fréttatilkynningu frá Eyrarrósinni segir meðal annars að "frá árinu 2012 hefur verkefnið Reitir boðið árlega um þrjátíu listamönnum víðs vegar að úr heiminum til Siglufjarðar til að taka þátt í tilraunakenndri nálgun við hina hefðbundnu listsmiðju. Fjöldbreytt reynsla og ólíkur bakgrunnur þátttakenda verður þar uppspretta nýstárlegra verka sem á einn eða annan hátt fjalla um Siglufjörð. Með virkri þátttöku íbúa hefur á stuttum tíma orðið til grunnur að þverfaglegu tengslaneti og skapandi alþjóðasamstarfi sem veitt hefur bæjarbúum nýja sýn á umhverfi sitt". 

Það er gaman að sjá svo skemmtilegt verkefni eins og Reiti vera tilnefnt til Eyrarrósarinnar enda eru kröfurnar miklar og verkefnin bæði stór og krefjandi sem rata á lista þeirra tíu sem eiga möguleika í ár. Önnur verkefni sem tilnefnd eru til viðurkenningarinnar eru Verksmiðjan Hjalteyri, Hammondhátíð á Djúpavogi, Áhöfnin á Húna II, Skrímslasetrið á Bíldudal, Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri, Tækniminjasafn Austurlands, Listasetrið Bær í Skagafirði, Kómedíuleikhúsið og Þjóðhátíð Vesturlands.

Afar gaman er að sjá þrjú verkefni af Tröllaskaga meðal þessara tíu verkefna og gefur það til kynna þá gríðarlega miklu möguleika sem opnuðust við Héðinsfjarðargöng. 


Athugasemdir

27.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst