Réttardagur í Menntaskólanum á Tröllaskaga

Réttardagur í Menntaskólanum á Tröllaskaga Frumkvæði – sköpun og áræði eru einkunnarorð skólans. Í þessu getur meðal annars falist að þora að vera

Fréttir

Réttardagur í Menntaskólanum á Tröllaskaga

Innsent efni.

Réttardagur í Menntaskólanum á Tröllaskaga

Frumkvæði – sköpun og áræði eru einkunnarorð skólans. Í þessu getur meðal
annars falist að þora að vera öðruvísi og hafa aðrar hefðir en ríkja í
framhaldsskólum annars staðar á landinu. Busun nýnema tíðkast ekki
Menntaskólanum á Tröllaskaga en í staðinn hjálpa nemendur eigendum sauðfjár
í Ólafsfirði við smölun og rekstur til réttar.

Jón Konráðsson er gangnaforingi  Ólafsfirðinga  og það var hann sem sá um
samhæfingu aðgerða  við smölun og rekstur. Féð var rekið eftir Ægisgötu og
Aðalgötu gegn um bæinn til réttarinnar í fyrsta sinn í mörg ár. Réttin er
við munna ganganna til Héðinsfjarðar. Reksturinn gekk vel og margir íbúar
komu út úr húsum sínum og stilltu sér upp á götuhornum til að fylgjast með
rekstrinum. Það gekk á ýmsu og nokkrar kindur reyndu að sleppa en öflugir
fyrirstöðumenn og “hobby” bændur komu í veg fyrir að það tækist.

Eftir fjárrekstur og fyrirstöðu var grillað á skólalóðinni. Haft var við orð
að rétt væri að reka féð beint á grillið en það þótti fullgróft. Svangir
nemendur létu sér nægja að sporðrenna pylsum úr fyrra árs framleiðslu.
Veðrið lék við fé og fólk í Ólafsfirði í dag, mild sunnangola strauk vangann
og sólin yljaði.




Ljósmyndir: Gísli Kristinsson
Heimasíða skólans er: www.mtr.is


Athugasemdir

04.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst