Rigningar-blak.
Það er ekki bara blakað þegar það er sól og blíða.
Í rigningunni í fyrradag sá ég nokkrar blakstúlkur á
strandblaksvellinum.
Ég var frekar hissa á þessu, að þær væru í blaki í
rigningunni. Ég hélt að þessi íþrótt væri eingöngu stunduð í sól og sumaryl. Af hverju biðu þær ekki bara
í smástund eftir því að sólin færi að skína aftur?
Eins og flestir ef ekki allir brottfluttir Siglfirðingar hafa fengið að vita, þó aðalega
á samfélagsvefmiðlum þá hefur sólin ekki verið að spara það neitt sérstaklega að sýna sig á
Sigló.
En þær sögðu að þetta væri alls ekki slæmt blakveður, algjört
logn og smá úði.
Þar hafi þið það. Það er ekki bara blakað í sól og
blíðu.
Og svo miklu meira af myndum hér
Athugasemdir