Rithöfundur að vinnu
Viðar Hreinsson rithöfundur hefur dvalið hér á Siglufirði í viku
vegna ritunar á ævisögu sr. Bjarna Þorsteinssonar, sem löngum hefur
verið nefndur faðir Siglufjarðar.
Stefnt er að því að bókin um Bjarna komi út 14. október næstkomandi
en þá verða 150 ár liðin frá fæðingu þessa frægasta Siglfirðings fyrr
og síðar.
Viðar hefur unnið sig í gegnum gögn í skjalasafni
Bókasafnsins á síðustu dögum og hefur orðið vel ágengt og miðar
verkinu ágætlega. Viðar er einna þekktastur fyrir ævisögu Stephan G.
Stephanssonar skálds í Vesturheimi og var fyrra bindi þess verks
tilnefnt til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2002 og fékk síðar
viðurkenningu Hagþenkis fyrir framúrskarandi vinnubrögð á ævisögunni.
Viðar Hreinsson
Sæluhúsið
Ljósm. GJS
Athugasemdir