Róbert bauð Sæmundi til Siglufjarðar

Róbert bauð Sæmundi til Siglufjarðar Róbert Guðfinnnsson kom síðastliðinn föstudag með félaga sinn Sæmund Bj. Árelíusson fyrrv. framkvæmdastjóra

Fréttir

Róbert bauð Sæmundi til Siglufjarðar

Sæmundur Árelíusson, Rógert Guðfinnsson og Róbert Orri með afa sínum
Sæmundur Árelíusson, Rógert Guðfinnsson og Róbert Orri með afa sínum

Róbert Guðfinnnsson kom síðastliðinn föstudag með félaga sinn Sæmund Bj. Árelíusson fyrrv. framkvæmdastjóra Þormóðs Ramma h/f í heimsókn til Siglufjarðar. Sæmundur hafði ekki komið til Siglufjarðar í nokkur ár, og hafði að orði að margt hafði breyst frá því að hann bjó á Siglufiði.

Hann átti ekki til orð yfir það sem félagi hans Róbert væri búinn að gera í uppbyggingu gamalla fiskverkunarhúsa við smábátadokkina og það sem væri í pípunum hjá honum, þetta væri engin smá lyftistöng fyrir Siglufjörð. Sæmundur hitti marga gamla félaga frá fyrri tíð og sagði fréttamanni SK sigló að þessi ferð væri sér ógleymanleg. Hann þakkaði Róbert fyrir að hafa boðið sér norður.

Texti og mynd: GJS


Athugasemdir

08.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst