Sálin á Sigló
sksiglo.is | Almennt | 13.07.2012 | 06:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 469 | Athugasemdir ( )
Það þarf ekki að kynna Sálina fyrir Íslendingum en stolt getum við þó státað okkur af því að sveitin leggur leið sína á Sigló 21. júlí næstkomandi þar sem þeir halda hátíð á Rauðkutorgi. Sigló.is kíkti við á Rauðku og tók Finn Yngva á tali til að forvitnast um viðburðinn og þau gríðarlegu viðbrögð sem hann hefur fengið.
„Það er æðislegt að Sálin sé að leggja leið sína hingað og höfum við veður af stórum hópum sem ætla sér að koma allstaðar að þessa helgi vegna Sálarballsins“.
En hvernig komið þið öllum þessum fjölda fyrir?
„Við höfum leyfi fyrir 450 manns á svæðinu við Rauðkutorg, þar af um 250 manns í kaffi Rauðku svo líklega geta ekki allir dansað beint framan við sviðið meðan á ballinu stendur. Hinsvegar á það ekki að aftra fólki þar sem allt svæðið verður undirlagt undir hátíðina. Þannig verða tónleikarnir einnig keyrðir í hljóðkerfinu úti og í bláa húsinu þar sem tónleikunum verður varpað á skjáinn.
Við munum girða Rauðkutorg af og selja þannig inná svæðið en ekki bara inná Kaffi Rauðku eins og ef um tónleika væri að ræða. Veðurspáin er frábær og vonandi helst hún svoleiðis en þá setjum við stólana og borðin út í sund meðan á viðburðinum stendur og búum þannig til litla útihátíð á svæðinu.
Hljómsveitin stígur á stokk á miðnætti en við stefnum á að opna svæðið fyrir miðahafa klukkan 22:00.
Forsalan hefst klukkan 14:00 í dag á Kaffi Rauðku en einungis 300 forsölumiðar verða í boði á viðburðinn.
Athugasemdir