Sameining KF og Dalvíkur í 2. flokki karla
KF og Dalvík/Reynir munu á keppnistímabilinu 2013 senda sameiginlegt lið til leiks í 2. flokki karla á Íslandsmóti og í Bikarkeppni
KSÍ. Með sameiningunni er verið að koma í veg fyrir verkefnaleysi drengja á aldrinum 16-19 ára sem ekki eru tilbúnir í stóra
stökkið í meistaraflokk. Einnig er verið að huga að framtíðinni og vonandi að þessir drengir skili sér í meistaraflokka
félaganna. Skrifað var undir sameininguna í kvöld (föstudag) í Vallarhúsinu á Ólafsfirði.
Heiðar Birnir Torleifsson mun þjálfa og stjórna liðinu í samráði við meistaraflokks þjálfara félaganna. Heiðar er með
KSÍ A-gráðu í þjálfun knattspyrnu og hefur þjálfað yngri flokka í tæpa tvo áratugi m.a. hjá KR, Þrótti
Reykjavík, Ísafirði og Dalvík.
Hafin er undirbúningsvinna á milli KF og Dalvíkur um sameiningu fleiri flokka. Sú vinna verður kynnt fyrir foreldrum og iðkendum strax á nýju
ári.
Stjórn og M.fl.ráð KF
Mynd: Heiðar Birnir þjálfari, Þorvaldur Sveinn stjórnarmaður KF og hluti leikmanna 3. og 2.flokks Dalvík/KF.
Athugasemdir