Samstarfssamningur milli skíðafélaganna í Fjallabyggð
Æfingar munu fara fram í báðum byggðarlögum. Iðkenndur munu þó áfram keppa í nafni síns félag Snorri Páll Guðbjörnsson mun sjá um þjálfun yngri hóps og Andrés Stefánsson mun sjá um þjálfun eldri hóps. Snorri Páll er með 5 ára reynslu sem þjálfari yngri hópa hjá SKA.
Snorri hefur tvisvar sinnum keppt á hemsmeistaramóti unglinga og einu sinni á Ólympíuleikum Æskunnar. Hann var í öllum landsliðum Íslands fyrir utan A-landsliðið. Andrés er með yfir 30 ára reynslu sem þjálfari yngri og eldri hópa hjá SSS og hefur hann öll þau réttindi sem krafist er af skíðaþjálfurum. Hann hefur einnig keppt á helstu mótum í alpagreinum hér á landi.
Skíðafélögin vænta þess að samstarfið verði farsælt og að það muni stuðla að því að styrkja iðkenndur félaganna bæði keppnislega og félagslega.
Í stjórn SSS eru Baldvin Kárason formaður, Rúnar Marteinsson, Þorgeir Bjarnason, Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir, Sigurbjörg Gunnólfsdóttir, Tómas Einarsson og Ásmundur Einarsson.
Í stjórn SÓ eru Sigurpáll Gunnarsson formaður, Jón Valgeir Baldursson, Kristján Hauksson, Guðrún Unnsteinsdóttir, Daníel Páll Víkingsson, Ásgerður Einarsdóttir og María Leifsdóttir.
Texti: Aðsendur
Myndir: GJS
Athugasemdir