Samsýning Ástþórs og Lefteris í Bláa húsinu á Rauðku Torgi
Ástþór Árnason og Lefteris Yakoumakis halda samsýningu í bláahúsinu á rauðku dagana 14 og 15 des, húsið verður opnað klukkan 12:00 og er opið til 18:00.
Þetta er önnur sýning Ástþórs á stuttum tíma og er þetta framhald af seríunni Glundroði sem einkenndist af expressionískum anda og hressilegu samspili frjálsra forma og kröftugra litasamsetninga með fígúratívum formum. Tjáningin virkar sem persónuleg sýn listamannsins á upplifun af umhverfinu. En í þessari seinni lotu séríunar hefur hann tekið allan lit úr stílnum og einbeitt sér meira að því að tjá formin á stórum strigum.
Lefteris Yakomakis er grískur listamaður sem býr hér á Siglufirði í einhvern tíma en hann var gesta listamaður í herhúsinu fyrir ekkert svo löngu, verk hans eru lítil verk en ótal mörg um það hvernig hann upplifir fjörðinn og Íslenska menningu.
Ástþór Árnason
Lefteris Yakomakis
Athugasemdir