Samtök sveitarfélaga undirrta aksturssamning

Samtök sveitarfélaga undirrta aksturssamning Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, Norðurlandi Vestra, Eyþing og Fjórðungssamband Vestfirðinga framlengja

Fréttir

Samtök sveitarfélaga undirrta aksturssamning

Ólafur Sveinsson og Óskar Stefánsson
Ólafur Sveinsson og Óskar Stefánsson
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, Norðurlandi Vestra, Eyþing og Fjórðungssamband Vestfirðinga framlengja aksturssamningi við Bíla og fólk ehf. / Sterna.

Í morgun voru undirrtaðir aksturssamningar á milli Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, Norðurlandi Vestra, Eyþings og Fjórðungssambandi Vestfirðinga og Bíla og fólks ehf. / Sterna um áframhaldandi akstur á leiðunum Reykjavík - Snæfellsnes, Reykjavík – Borgarnes – Búðardalur, Reykjavík – Sauðárkrókur – Siglufjörður og leiðin á milli Reykjavíkur og Akureyrar. Einnig liggur fyrir aksturssamningur við Vegagerðina um akstur frá Búðardal til Hólmavíkur í beinu framhaldi af akstrinum frá Reykjavík í Búðardal.

Samningurinn er gerður á grundvelli framlengingarákvæðis aksturssamnings fyrirtækisins við Vegagerðina frá 2008 og er ferðatíðnin sú sama og verið hefur á seinasta ári. Farnar verða 8 ferðir á viku á milli Akureyrar og Reykjavíkur, 6 ferðir á viku milli Snæfellsness og Reykjavíkur, 3 ferðir á viku Reykjavík – Búðardalur – Hólmavík og 3 ferðir á viku (Reykjavík) Sauðárkrókur – Siglufjörður. Frá Sauðárkrók til Varmahlíðar verður ekið í veg fyrir ferðirnar sem eknar eru á milli Akureyrar og Reykjavíkur eins og verið hefur, en þó ekki yfir seinni ferðirnar á virkum dogum yfir sumartímann.

Tvo daga vikunnar er ekið í uppsveitir Borgarfjarðar, eftir pöntun og er farið þangað á föstudögum og sunnudögum.

Ólafur Sveinsson frá samtökum Sveitarfélaganna og Óskar Stefánsson framkvæmdastjóri Bíla og fólks ehf. undirrita aksturssamningana.

Texti og mynd: Aðsent




Athugasemdir

27.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst