Seglskipið Haukur kom til Siglufjarðar

Seglskipið Haukur kom til Siglufjarðar Norðursigling bauð nú í fyrsta sinn í lok ágúst uppá seglskútuleigu án skipstjóra og varð HAUKUR fyrir valinu

Fréttir

Seglskipið Haukur kom til Siglufjarðar

Seglskipið Haukur frá Húsavík
Seglskipið Haukur frá Húsavík

Norðursigling bauð nú í fyrsta sinn í lok ágúst uppá seglskútuleigu án skipstjóra og varð HAUKUR fyrir valinu af 8 manna hóp sem samanstendur af mönnum með áralanga siglingareynslu þar af 2 skipstjórar frá 7 mismunandi löndum.

Hefur þessi sami hópur ferðast saman um höf heimsins síðastliðin 10 ár og varð Ísland fyrir vali á þessu ári. Siglt verður um Flatey, Grímsey, um Ólafsfjörð og Siglufjörð.

Norðursigling afhenti skútuna fullbúna til siglingar og verður henni skilað aftur eftir umsaminn leigutíma. Báðar skútur Norðursiglingar, Hildur og Haukur eru mjög vel útbúnar siglingatækjum, sjókortum, GPS og leiðsögubókum með nákvæmum upplýsingum um allt siglingasvæðið. Til að leigja seglskútu án skipstjóra þarf leigutaki að hafa siglingareynslu á skútu af svipaðri stærð og/eða skipstjóraréttindi.

Haukur var byggður í Reykjavík árið 1973 og var annar af tveimur mjög sérstökum bátum sem smíðaðir voru í Skipasmíðastöð „Jóns á Ellefu“. Lengst af var báturinn gerður út frá Vestfjörðum en Norðursigling keypti bátinn árið 1996 og breytti honum á svipaðan hátt og Knerrinum og hóf hann hvalaskoðunarferil sinn sumarið 1997.

Eftir 5 góðar vertíðir í hvalnum á Húsavík var báturinn settur í slipp á Húsavík þar sem honum var breytt í tveggja mastra seglskip, í stíl við fiskiskonnortu er voru algengar við Norðurland á seinni hluta 19. aldar. Sumarið 2002 sigldi Haukur svo með fólk um Skjálfanda, bæði undir seglum og sem hvalaskoðunarbátur.





Texti: Aðsendur

Myndir: GJS



Athugasemdir

07.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst