Selaskoðun á vordegi

Selaskoðun á vordegi Góðviðrið seinustu daga hefur sýnt okkur að vorið er í nánd og löngunin til útiveru vex. Benda má á ákjósanlega og stutta

Fréttir

Selaskoðun á vordegi

Góðviðrið seinustu daga hefur sýnt okkur að vorið er í nánd og löngunin til útiveru vex. Benda má á ákjósanlega og stutta gönguleið sem gæti hentað öllum, börnum og fullorðnum.

Það er fjaran handan fjarðar, frá „gamla flugvellinum“ og út í Rústir Evangersverksmiðjunnar, um 700 m leið í fjörunni eða uppi á sjávarbökkum. Þar er nánast víst að sjá megi seli. Undanfarna daga hafa þeir verið 5-7 að tölu, liggjandi á klöppum eða synt skammt undan landi í forvitni yfir mannskepnunum sem spássera um fjöruna.

Þarna skammt utan við eru rústir Evangersverksmiðjunnar, sem eyddist í snjóflóði árið 1919. Þar er söguskilti sem Síldarminjasafnið setti upp fyrir nokkrum árum og þar er einnig steypt grill til notkunar fyrir gesti staðarins.





Texti: ÖK

Myndir:

1.   Einn af selunum sjö – mynd: Anita Elefsen

2.   Selafjaran, leiðin út í Rústir – mynd: ÖK

3.   Útivistarfólk skoðar söguskilti Evangers – mynd: ÖK




Athugasemdir

25.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst