Síðasti mömmumorgun vetrarins í kirkjunni.
sksiglo.is | Almennt | 24.05.2013 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 503 | Athugasemdir ( )
Síðasti mömmumorgun vetrarins var í Siglufjarðarkirkju fimmtudaginn 23.
maí.
Séra Sigurður og Rut Viðars hafa haldið utan um mömmumorgnana með stakri
prýði og vill mömmuhópurinn koma sérstöku þakklæti til þeirra.
Olga Gísla, Kristín María og Gunna Hauks komu svo og tóku létt spjall
við stelpurnar um leikskólamálin.
Þó svo að mömmumorgnarnir í kirkjunni séu hættir í bili
ætla mömmurnar að halda áfram að taka göngutúra og kaffihúsatékk áfram (svona ef við slettum aðeins, ég verð víst
að halda mér á mottunni í sambandi við orðaval og útúrsnúninga samkvæmt skipun frá henni Ólöfu minni).
Svo koma nokkrar myndir af mömmum, börnum og leikskólakennurum.















Athugasemdir