Hreystidagur á síðasta kennsludegi grunnskólans
Síðasti kennsludagur á hinu fyrsta starfsári Grunnskóla Fjallabyggðar var í gær, föstudaginn 3. júní, og af því tilefni komu allir nemendur skólans saman á Hóli þar sem farið var í ýmsa leiki og þrautir.
Þrátt fyrir kalsaveður skemmtu allir sér vel og krakkarnir voru sérlega dugleg að sinna sínum viðfangsefnum.
Í hádeginu var grillað ofan í mannskapinn og runnu pylsurnar ljúflega niður enda allir svangir eftir útiveruna.Það var hreystiteymi skólans sem skipulagði dagskrá dagsins sem fól m.a. í sér boðhlaup með ýmsum afbrigðum, ruðning – öðru nafni amerískan fótbolta, ratleik í skógræktinni, tilsögn í golfi og fleira skemmtilegt.
Þriðjudaginn 7. júní verður skólanum svo formlega slitið.
Skólarútan
Texti ÞH. Ljósm. GJS
Athugasemdir