Siglfirsk ættuð mær sækist eftir oddvitasæti
Innsent efni.
Þorbjörg Helga (Tobba) sem býður sig fram í oddvitasætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á ættir að rekja til Siglufjarðar.
Afi hennar, Árni Friðjónsson, rak síldarsöltun og útgerð á Siglufirði um árabil ásamt bróður sínum Vigfúsi Friðjónssyni.
Fyrirtæki þeirra á Siglufirði voru Íslenskur fiskur hf og Útver hf og þeir byggðu og ráku austur-þýzka togskipið Margréti SI-4.
Pabbi Tobbu, Vigfús Árnason bjó lengst af við Hverfisgötu og á Hvanneyrarbrautinni, móðir hennar er Ólöf Björnsdóttir sem er Reykvíkingur, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
Athugasemdir