Siglfirsk glæpasaga á Amazon
sksiglo.is | Almennt | 17.05.2011 | 10:40 | Finnur Yngvi Kristinsson | Lestrar 127 | Athugasemdir ( )
Siglfirska glæpasagan Snjóblinda eftir Ragnar Jónasson er væntanleg í þýskri útgáfu í október, nánar tiltekið 7. október. Bókin er nú komin á vef Amazon í Þýskalandi, þar sem hægt er að sjá þýsku kápumyndina, kynna sér efni bókarinnar og panta hana í forsölu.
Á þýsku kallast bókin Schneebraut (Snjóbrúður) og forsíðuna prýðir mynd af jarðgöngum, enda segir meðal annars í lýsingu á bókinni á vefnum að hún gerist að vetri til í afskekktu sjávarþorpi á Norðurlandi, en þangað sé aðeins hægt að komast gegnum jarðgöng.
Þýðandi bókarinnar er Ursula Giger og má sjá á vef Amazon að hún kemur að nokkrum öðrum þýðingum sem væntanlegar eru í haust, enda blómleg útgáfa á íslenskum verkum í Þýskalandi á þessu ári í tilefni þess að Ísland verður heiðursgestur á bókamessunni í Frankfurt í október. Schneebraut kemur út á vegum Scherz Verlag, í innbundinni útgáfu, en Scherz er hluti af útgáfusamsteypunni Fischer í Þýskalandi.
Snjóblinda er komin út í kilju hér á landi. Ragnar vinnur nú að sjálfstæðu framhaldi bókarinnar, þar sem gert er ráð fyrir því að Siglufjörður komi áfram töluvert við sögu.
Á þýsku kallast bókin Schneebraut (Snjóbrúður) og forsíðuna prýðir mynd af jarðgöngum, enda segir meðal annars í lýsingu á bókinni á vefnum að hún gerist að vetri til í afskekktu sjávarþorpi á Norðurlandi, en þangað sé aðeins hægt að komast gegnum jarðgöng.
Þýðandi bókarinnar er Ursula Giger og má sjá á vef Amazon að hún kemur að nokkrum öðrum þýðingum sem væntanlegar eru í haust, enda blómleg útgáfa á íslenskum verkum í Þýskalandi á þessu ári í tilefni þess að Ísland verður heiðursgestur á bókamessunni í Frankfurt í október. Schneebraut kemur út á vegum Scherz Verlag, í innbundinni útgáfu, en Scherz er hluti af útgáfusamsteypunni Fischer í Þýskalandi.
Snjóblinda er komin út í kilju hér á landi. Ragnar vinnur nú að sjálfstæðu framhaldi bókarinnar, þar sem gert er ráð fyrir því að Siglufjörður komi áfram töluvert við sögu.
Athugasemdir