Siglfirskar ćttir liggja víđa. Halldór Már
sksiglo.is | Almennt | 28.06.2014 | 12:30 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 551 | Athugasemdir ( )
Halldór Már Stefánsson er að gera það gott í
tónlistarlífinu í Katalóníu á Spáni.
Halldór Már var að gefa út plötu á Spáni sem hefur verið
ljómandi vel tekið og er í fyrsta sæti í plötubúð í Barcelona.
Platan er líklega ein af vinsælustu plötum í Katalóníu og ber
hún nafnið "Winds". Nýlega var gefið út myndband við eitt af lögum plötunnar sem ber nafnið "The Wind".
Hér er platan í fyrsta sæti í plötubúðinni Fnac í Barcelona. (Mynd fengin af facebook síðu
Halldórs).Í myndbandinu má sjá svokallaðann stórhaus eða "Capgrós" eins
og Spánverjar kalla það og er víst hefð hjá Spánverjum að gera þennan stórhaus af þekktum einstaklingum.
Á plötunni eru flest öll lögin þekkt og fræg Katalónsk lög
sungin á ensku sem legst vel í Spánverja.
Þess má einnig geta að Halldór er gítarkennari í Barcelona og kennir
aðalega klassískan gítarleik. Þess má geta að Eddie Vedder, söngvari Pearl Jam tók nokkra tíma hjá kappanum.
Það er nóg að gera í tónleikastússi hjá Halldóri
og hann verður með á stórri tónleikahátíð þann 18. júlí í Barcelona.
Halldór Már er sonur Guðnýjar Pálsdóttur, (Guðný er
dóttir Palla Magg og Auðar Jóns).
Hér er svo myndbandið sem var gert fyrir útgáfu plötunnar.
Hér er svo bein slóð á myndbandið á youtube : https://www.youtube.com/watch?v=wckfCuvh9Hg&feature=youtu.be




Athugasemdir