Siglufjarðarkirkju berast veglegar gjafir

Siglufjarðarkirkju berast veglegar gjafir Siglufjarðarkirkja á marga velunnara, eins og sannast hefur í gegnum árin. Kiwanisklúbburinn Skjöldur var á

Fréttir

Siglufjarðarkirkju berast veglegar gjafir

Breytingin á safnaðarheimilinu er gríðarleg.
Breytingin á safnaðarheimilinu er gríðarleg.
Siglufjarðarkirkja á marga velunnara, eins og sannast hefur í gegnum árin. Kiwanisklúbburinn Skjöldur var á dögunum að leggja peningagjöf inn til barnastarfsins, og þar áður höfðu Páll Samúelsson, Arnold Bjarnason og fleiri gert slíkt hið sama,

án þess að hátt færi, og í tilefni 80 ára afmælis kirkjunnar í ágúst næstkomandi hafa Kvenfélagið Von og Systrafélag Siglufjarðarkirkju tekið höndum saman og gefið rúmar 800.000 krónur til að setja mætti nýtt áklæði á 80 stóla safnaðarheimilisins.

Og skemmst er að minnast fjólubláa altarisklæðisins sem var gefið í lok síðasta árs, og er til brúks á aðventu og föstu, og spurst hefur að annað sé á leiðinni, og nú grænt.

Að bara fátt eitt sé nefnt.

Vilja sóknarnefnd og prestur koma á framfæri innilegu þakklæti og kveðjum til téðra aðila fyrir þennan mikla  hlýhug og rausn í garð kirkjunnar.



Einn af stólunum eftir andlitslyftinguna. Framkvæmdina annaðist Haukur Óskarsson húsgagnabólstrari og gerði þetta bæði fljótt og vel.



Nýja áklæðið er afar vandað, fallegt og sterkt plussefni, eldvarið.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is. 



Athugasemdir

26.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst