Siglufjarðarvegur við Herkonugil

Siglufjarðarvegur við Herkonugil Á Siglufjarðarvegi við Herkonugil er verulega mikil slysahætta. Frá vegarbrún að gilbarmi eru um þrír metrar og

Fréttir

Siglufjarðarvegur við Herkonugil

Á Siglufjarðarvegi við Herkonugil er verulega mikil slysahætta. Frá vegarbrún að gilbarmi eru um þrír metrar og um
tvöhundruð metra bratt gilið niður í sjó.

Það þarf ekki mikið að koma fyrir ökutæki á þessum stað svo illa geti farið. Margoft er búið að benda Vegagerðinni á þessa hættu og óskað hefur verið eftir að vegrið verði sett á þennan stað, en ekkert gerist í málinu. Þegar ekið er frá Siglufirði keyra menn yfir blindhæð og þá blasir þessi hætta við. Vonandi verður vegrið sett áður en slys verður á þessum stað.



















Texti og myndir: GJS







Athugasemdir

19.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst