Sigurvin dró bilaðan bát til hafnar
sksiglo.is | Almennt | 11.02.2013 | 13:00 | Gunnar Smári Helgason | Lestrar 564 | Athugasemdir ( )
Við greindum frá því í morgun að björgunarskipið Sigurvin á Siglufirði var kallað út á fimmta tímanum í fyrrinótt vegna vélarvana báts sem staddur var um 30 sjómílur vestur af Siglufirði.
Komið var með bátinn til Siglufjarðar um 11 leytið. Um er að ræða Odd á Nesi, yfirbyggðan plastbát og talið að hann hafi fengið í skrúfuna.
Hér eru myndir sem Hreiðar Jóhannsson á Siglufirði tók þegar Sigurvin og Oddur á Nesi komu inn Siglufjörð í blíðskaparveðri.
Athugasemdir