Síldarævintýrið á Siglufirði
sksiglo.is | Almennt | 09.08.2012 | 06:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 887 | Athugasemdir ( )
Síldarævintýrið á Siglufirði fór vel fram og sóttu milli fimm og sex þúsund manns hátíðina. Boðið var upp á viðburði við allra hæfi og voru tónleikar á Ráðhústorgi, Rauðkutorgi, barnadagskrá með Skoppu og Skrítlu, hestasport og töframaður.
Skoppa og Skrítla skemmta börnum
Barnadagskrá
Jógvan og Friðrik Ómar
Síldarsmökkun
Best klæddi trúbador landsins, Daníel Pétur Daníelsson
Upplyfting
Guito og Sóli Hólm
Þórarinn Hannesson
Brother Gross
Gísli Rúnar
Ragna Dís og Eva Karlotta
Hvanndalsbræður
Matti Matt og hljómsveit
Fiskbúðinn sá um að fólk fengi að borða á nóttinni. Abbý, að slappa af.
Veðurguðirnir voru hliðhollir okkur um helgina og fór hitastig upp í 20 gráður. Mótshaldarar vilja þakka gestum hátíðarinnar fyrir komuna, prúða framkomu og góða umgengni í bænum sem var algjörlega til fyrirmyndar.
Texti og myndir: GJS
Athugasemdir