Síldarrétturinn 2010 kominn á síldarhlaðborð Hannesar Boy

Síldarrétturinn 2010 kominn á síldarhlaðborð Hannesar Boy Vinningsréttur keppninnar um besta síldarréttinn 2010 er nú kominn á síldarhlaðborðið á Hannes

Fréttir

Síldarrétturinn 2010 kominn á síldarhlaðborð Hannesar Boy

Frosti og Úlfar Eysteins við dómstörf
Frosti og Úlfar Eysteins við dómstörf
Vinningsréttur keppninnar um besta síldarréttinn 2010 er nú kominn á síldarhlaðborðið á Hannes Boy í hádeginu. Það var Daníel Pétur Baldursson sem vann keppnina með glæsibrag í fyrra með „Síldarréttinum hennar ömmu“. Á laugardaginn klukkan 14:30 fer síldarkeppnin fram í annað sinn.



Í fyrra var árleg síldarkeppni Hannesar Boy haldin í fyrsta skipti og er hún opin öllum sem áhuga hafa. Fimm þátttakendur voru í keppninni þar sem kenndi ýmissa grasa og menn sýndu listir sínar og snilli. Einfaldleikinn er þó oftast bestur og uppskriftin hennar ömmu bar úr býtum.

Skráning í keppnina fer fram á Kaffi Rauðku, í síma 461-7733.

Athugasemdir

08.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst