Síldarrómantík í Prag
Rétt
fyrir jólin barst til Síldarminjasafnsins tölvupóstur frá Petr Hering í Prag
sem hafði komið á safnið árið 2009 og hrifist af Siglufirði og safninu og keypt
sér síldarbol til minningar um heimsóknina.
Og nú rúmlega ári seinna hafði hann samband og vildi endilega kaupa annan bol til að gefa verðandi eiginkonu sinni. Þau hafa nú gengið í heilagt hjónaband og eiginkonan hefur tekið upp ættarnafn hans - Hering - sem merkir síld. Petr þótti því við hæfi að gefa henni eina aukagjöf þessi jólin - stuttermabol með mynd af síld! Þessi gjöf mæltist mjög vel fyrir eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem hið hamingjusama par sendi.
Athugasemdir