Síldarvinnslan hf. með launauppbót
sksiglo.is | Almennt | 13.12.2011 | 15:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 281 | Athugasemdir ( )
Síldarvinnslan hf. hefur ákveðið að greiða út 300 þúsund króna launauppbót 15. desember. Síldarvinnslan hf. hefur áður greitt starfsmönnum sínum 60 þúsund króna uppbót. Þannig nemur uppbót umfram samninga 360 þúsund krónum á árinu.
Við erum búin að vinna úr 60 þúsund tonnum af fiski í uppsjávarfrystihúsi okkar á árinu. Við höfum tekið nánast alla síld og makríl til manneldisvinnslu í ár. Um frystigeymslu okkar hafa farið 76 þúsund tonn af afurðum á árinu og til framleiðslu á fiskimjöli og lýsi hefur verið tekið á móti 154 þúsund tonnum af hráefni.Starfsfólk Síldarvinnslan hf. getur verið stolt af þeim árangri sem náðst hefur við verðmætasköpun úr aflaheimildum okkar. Við munum greiða ríkissjóði Íslands og sveitafélögum sem við störfum í 2.500.000.000 kr. á árinu 2011 með skattgreiðslum starfsmanna og fyrirtækisins.
...nánar
Athugasemdir