Sjálvirkir aflestrarmælar hjá Rarik á Siglufirði

Sjálvirkir aflestrarmælar hjá Rarik á Siglufirði Ákveðið var að setja upp fjarálesna mæla við mælaskipti hjá RARIK á Siglufirði og Blönduósi þar sem RARIK

Fréttir

Sjálvirkir aflestrarmælar hjá Rarik á Siglufirði

Óli Agnarsson, Jón Skúli Skúlason, Freyr Áskelsson
Óli Agnarsson, Jón Skúli Skúlason, Freyr Áskelsson
Ákveðið var að setja upp fjarálesna mæla við mælaskipti hjá RARIK á Siglufirði og Blönduósi þar sem RARIK á bæði raf- og hitaveitu og komið var að endurnýjun allra hitaveitumæla hvort sem var.


Settir eru mælar sem geta sent frá sér álesturinn þráðlaust og eru sett til þess gerð loftnet við mælana.  Hitaveitumælarnir senda boð í næsta rafmagnsmælir en rafmagnsmælarnir mynda svo net sem getur selflutt merkin frá hverjum mæli sem að lokum enda í safnstöð.  Fjórar safnstöðvar eru komnar  upp í hvorum bæ.
Safnstöðvarnar eru búnar GSM mótaldi en það hefur samband við tölvukerfi RARIK í Reykjavík.

Það á svo að lesa af sjálfvirkt í hverjum mánuði og reikningar verða gerðir samkvæmt því.
Hætt verður að senda áætlaða reikninga í þessum tveimur bæjarfélögum.
Ekki eru nein plön um að halda þessu áfram víðar á landinu en skoðuð verður reynslan af kerfinu hérna og  það er frekar búist við að þetta verði framtíðin.

Sumstaðar erlendis er bannað að senda út áætlaða reikninga og þar eru komin sambærileg kerfi og er allt eins búist við að sú þróun haldi áfram.



Jón Skúli Skúlason starfsmaður Rarik, við hitaveitu aflestrarmælir og loftnet.



Nýr mælir í töflu og loftnet fyrir ofan töfluskáp.



Sigurjón Erlendsson starfsmaður Rarik.



Freyr Áskelsson starfsmaður Rarik.



Óli Agnarsson starfsmaður Rarik.

Ljósm. GJS


Athugasemdir

09.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst