Sjoppan í íţróttahúsinu á Sigló var opin laugardaginn 20. apríl.
sksiglo.is | Almennt | 03.05.2013 | 15:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 676 | Athugasemdir ( )
Ég heyrði af því að sjoppan í íþróttahúsinu á Siglufirði væri opin á laugardaginn síðasta og ákvað að skella mér til að athuga veitingar og kaffiaðstöðu í íþróttahúsinu.Það vantaði ekkert upp á, þetta var allt til sóma og alveg hreint heill hellingur til af alls konar kruðeríi og stelpurnar í afgreiðslunni hreinlega dönsuðu í kring um mann með samlokurnar og gosið. Ég kom í fyrra skiptið, cirka 10 um morguninn til að fá mér samloku sem var alveg hrikalega góð. Samloka með skinku og osti, maður bara þarf ekkert meira svona snemma á morgnana nema þá kannski kaffibolla. Svo kom ég aftur um 2 leytið og þá fékk ég mér kleinu og kaffi. Kleinan var alveg hrikalega góð líka, það var eiginlega bara allt sem ég fékk mér gott.Í öllum þessum atgangi sem var við sjoppuna komst ég að því að það var norðurlandsmót í badminton þannig að ég smellti af nokkrum myndum af fólki að spila Hnitbolta og sumir voru bara alls ekki að spila, heldur eins og ég. Bara að kíkja í sjoppuna.Ég æfði nú einu sinni íþróttir hérna í "gamla daga" og ég verð nú bara að segja alveg nákvæmlega eins og er , að ef það hefði verið sjoppa í íþróttahúsinu þegar ég var þarna við æfingar þá hefði ég þraukað miklu lengur í þessum íþróttaæfingum mínum og ja hver veit, hugsanlega orðið afreksmaður í einhverju sportinu (það er reyndar mjög ólíklegt en samt, það eru alltaf þessar 0.1% líkur). Hreyfingar og limaburður voru víst alltaf til fyrirmyndar og úthald alveg endalaust.Bogga, Hörður og Kiddi.Aggi Sveins er víst mjög góður í svona hnitbolta. Miklu betri en Arnar Badda víst.Stebbi Fidda var í sínum íþróttabúning og ég held að hann hafi verið að panta pizzu.Mæja (eða Maja, maður veit aldrei hvernig þessar Majur og Mæjur vilja láta skrifa nafnið sitt) með barnabarn í þjálfun. Þetta verður líklega enn einn íþróttayfirburðar einstaklingurinn úr þessari fjölskyldu.Óskar var alveg yfir sig ánægður með að sjoppan væri opin.Maggi í SR að bíða eftir samloku.Matti og Árni.Bjarni, Halli og Jói voru líklega að spjalla um eitthvert leikkerfið.Haukur sá um dómgæslu og stigatöflu.Atli Örn.Þarna er Ella Maja að bíða eftir því að ég panti aðra samloku.Arnar Þór dómari.Anna Mæja dómari.Erling og Silla.Þessi er með taktana á hreinu.Flottur hópur.Beðið eftir starti.Flottur hópur.Inga Jóna og Guðrún Sif sáu til þess að maður færi ekki glorsoltinn út úr íþróttahúsinu.
Athugasemdir