Skemmtiferðaskip til Siglufjarðar
sksiglo.is | Almennt | 12.06.2012 | 12:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 577 | Athugasemdir ( )
Skemmtiferðaskipið M/S Caledonian Sky siglir til
Siglufjarðar í kvöld og staldrar við fram á miðvikudag. Um borð eru rúmlega 100
farþegar og 73 starfsmenn.
Í fyrramálið verða gestirnir leiddir um bæinn og bryggjurnar undir leiðsögn. Því næst verður Síldarminjasafnið heimsótt – farþegarnir fá þar að upplifa síldarsöltun, smakka síld og Brennivín og dans á bryggjunni við Róaldsbrakka.
Svo hafa gestirnir frjálsan tíma til að ganga um bæinn og heimsækja gallerí, vinnustofur, kaffihús og veitingastaði fram að brottför. Því eru allir hvattir til að hafa vinnustofur sínar og fyrirtæki opin í kvöld og á morgun.
Texti og mynd: Aðsent
Athugasemdir