Skemmtileg frétt frá 1967

Skemmtileg frétt frá 1967 “Heimasćtur” á Haferninum VIĐ fengum mynd ţessa senda frá Steingrími fréttaritara okkar og ljósmyndara á Siglufirđi, en hann

Fréttir

Skemmtileg frétt frá 1967

Þessi frétt byrtist í Morgunblaðinu sunnudaginn 13. ágúst 1967. Fréttaritarinn sem um ræðir er Steingrímur Kristinsson og slóðin á síðuna sem ég fann þetta á er hér : http://157.157.96.74/gamli/morgunbl-6715.htm

“Heimasætur” á  Haferninum

VIÐ fengum mynd þessa senda frá Steingrími fréttaritara okkar og ljósmyndara á  Siglufirði, en hann er eins og kunnugt er skipverji á síldarflutningaskipinu Haferninum,  úti á síldarmiðunum  við Jan Mayen.

Segir hann í tilskrifi hingað, að þetta séu “heimasæturnar” um borð í Haferninum.  Þessi brosmildu andlit, eiga mestu fjörkálfarnir um borð í skipinu, en það eru  rafvirkinn Snorri Jónsson og dælumaðurinn Valdimar Kristjánsson.

Þeir hafa þarna  "klætt" sig í allskonar tuskur til að hressa aðeins upp á fjörið um borð." Og við  þökkum fyrir og fullyrðum að "heimasæturnar" eru engar fiskifælur, en gott væri, ef  þeim tækist að lokka síldina svolítið nær landinu.


Athugasemdir

30.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst