Skemmtileg frétt frá 1967
Þessi frétt byrtist í Morgunblaðinu sunnudaginn 13. ágúst 1967. Fréttaritarinn sem um ræðir er Steingrímur Kristinsson og slóðin á síðuna sem ég fann þetta á er hér : http://157.157.96.74/gamli/morgunbl-6715.htm
“Heimasætur” á Haferninum
VIÐ fengum mynd þessa senda frá Steingrími fréttaritara okkar og ljósmyndara á Siglufirði, en hann er eins og kunnugt er skipverji á síldarflutningaskipinu Haferninum, úti á síldarmiðunum við Jan Mayen.
Segir hann í tilskrifi hingað, að þetta séu “heimasæturnar” um borð í Haferninum. Þessi brosmildu andlit, eiga mestu fjörkálfarnir um borð í skipinu, en það eru rafvirkinn Snorri Jónsson og dælumaðurinn Valdimar Kristjánsson.
Þeir hafa þarna "klætt" sig í allskonar tuskur til að hressa aðeins upp á fjörið um borð." Og við þökkum fyrir og fullyrðum að "heimasæturnar" eru engar fiskifælur, en gott væri, ef þeim tækist að lokka síldina svolítið nær landinu.
Athugasemdir