Lúxushótel rís í Fljótum í Skagafirði

Lúxushótel rís í Fljótum í Skagafirði "Hafin er bygging á allt að eittþúsund og fimmhundruð fermetra skíða- og veiðihóteli í Fljótum í Skagafirði. Þar

Fréttir

Lúxushótel rís í Fljótum í Skagafirði

Hafin er bygging á allt að eittþúsund og fimmhundruð fermetra skíða- og veiðihóteli í Fljótum í Skagafirði. Þar verður á næstu mánuðum byggð upp lúxus aðstaða fyrir þyrluskíðamennsku í bland við silungs- og laxveiði. RÚV fjallaði um málið á dögunum.

Jörðin Deplar í Stífludal í Fljótum er í eigu athafnamannsins Orra Vigfússonar. Hann hefur lengi selt veiðileyfi í Fljótaá yfir sumartímann, en hefur nú í tæp tvö ár undirbúið frekari þjónustu.

Nú eru á Deplum hafnar framkvæmdir við nýtt hótel og hér verður byggð upp aðstaða til að stunda ferðaþjónustu allan ársins hring. Lax- og silungsveiði yfir sumarið og þyrluskíðamennsku á vetrum.

Orri segir að þetta verði um tólf til fimmtán hundruð fermetrar og að þarna verði lúxusaðstaða fyrir tólf til fimmtán gesti. Hann segir að ætlunin sé ekki að flytja í Fljótin stóra hópa fólks. Áhersla verði lögð á færri einstaklinga, kröfuharða gesti sem vilja mikinn lúxus og góða þjónustu.

Og í þyrluskíðaferðum er hann í samstarfi við erlent fyrirtæki í ferðaþjónustu sem starfar víða um heim. Meðal annars í Frönsku Ölpunum og Colorado. Þetta sé fyrir fólk sem vill hafa mikið umleikis, vill hafa það skemmtilegt og gott í kringum sig.

Og þótt nú sé vetur og aðstæður til húsbygginga ekki upp á það besta er Orri bjartsýnn á að vel gangi að byggja hótelið á Deplum. „Við ætlum helst að opna í vor og við erum með varaplan ef þetta verður ekki allt saman tilbúið.“

Fréttina má nálgast hér 


Athugasemdir

30.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst