Skemmtileg helgi í vændum á Sigló
sksiglo.is | Almennt | 24.10.2011 | 06:00 | Finnur Yngvi Kristinsson | Lestrar 634 | Athugasemdir ( )
Forsalan fer vel af stað á Helga Björns og reiðmenn vindanna í Kaffi Rauðku en mikil eftirvænting er eftir tónleikum þeirra á Sigló. Gott gengi sveitarinnar hefur ekki farið fram hjá tónlistaáhugamönnum.
Frá því að fyrsta plata Reiðmanna kom út hafa þeir notið dálæti þjóðarinnar, með því að sækja í sönglaga arfinn, fríska upp á gamla gimsteina sem þjóðin hefur sungið í gegnum áratugina og blandað saman gömlum hesta og útilegu söngvum, við dægurlög sem eiga sérstakan stað í þjóðarsálinni.
Mikið verður um að vera á Sigló um helgina en auk Helga Björns og reiðmönnum vindanna verða tónleikar með kór eldriborgara frá Akureyri á laugardeginum og töframaðurinn Einar Mikael með töfrasýningu á sunnudeginum. Sigló iðar af lífi.
Frá því að fyrsta plata Reiðmanna kom út hafa þeir notið dálæti þjóðarinnar, með því að sækja í sönglaga arfinn, fríska upp á gamla gimsteina sem þjóðin hefur sungið í gegnum áratugina og blandað saman gömlum hesta og útilegu söngvum, við dægurlög sem eiga sérstakan stað í þjóðarsálinni.
Mikið verður um að vera á Sigló um helgina en auk Helga Björns og reiðmönnum vindanna verða tónleikar með kór eldriborgara frá Akureyri á laugardeginum og töframaðurinn Einar Mikael með töfrasýningu á sunnudeginum. Sigló iðar af lífi.
Athugasemdir