Skemmtleg heimsókn!

Skemmtleg heimsókn! Oliver Sacks, rithöfundur, læknir og prófessor í taugalíffræði við NYU School of Medicine heimsótti Síldarminjasafnið í gær. Oliver er

Fréttir

Skemmtleg heimsókn!

síldin etin með tei og kaffi - mynd: J. Pasila
síldin etin með tei og kaffi - mynd: J. Pasila

Oliver Sacks, rithöfundur, læknir og prófessor í taugalíffræði við NYU School of Medicine heimsótti Síldarminjasafnið í gær. Oliver er heimsþekktur og hafa verið gerðar bíómyndir eftir bókum hans.  Sem dæmi má nefna kvikmyndina Awakenings, sem byggð var á samnefndri bók hans, en myndin var tilnefnd til Óskarsverðlauna árið 1990.  Aðra fræga bók hans má nefna: The Man Who Mistook His Wife for a Hat. 
Oliver býr í New York en er fæddur í Bretlandi þar sem hann er mikils metinn. Árið 2008 veitti Elísabet Bretadrottning honum heiðursorðu Breska heimsveldisins fyrir framlag hans til læknisfræðinnar.

Oliver hefur þrisvar sinnum áður heimsótt Ísland, en aldrei að vetrarlagi. Aðspurður sagðist hann hafa heyrt af Síldarminjasafninu er hann var hérlendis í ágúst sl. og ákveðið í kjölfarið að heimsækja landið aftur að vetrarlagi og koma hingað norður.
Þegar hann steig inn úr dyrum Róaldsbrakka þá sagði hann: "I love herring!" Um ástæðu þessarar ástar sagði hann að í æsku hefði það verið háttur á heimili hans að borða síld sex daga í viku; síld af hinu margvíslegasta tagi.
Og þegar starfsmenn safnsins höfðu áttað sig á manninum og þýðingu síldarinnar í lífi hans var slegið upp óvæntri og lítt undirbúinni síldarveislu eins og meðfylgjandi mynd sýnir.
Í för með Óliver var Bill Hayes, sem sjálfur er rithöfundur og greinahöfundur fyrir New York Times Hann hefur gefið út þrjár fræðibækur. Hann hefur einnig verið gestafyrirlesari hjá fjölmörgum virtum háskólum í Bandaríkjunum.

Þessi frétt sem á heimasíðu Síldarminjasafnsins er skrifuð til að sýna hve óvænt atvik geta hent á hjaranum – jafnvel í hinu „svartasta skammdegi“ þegar allt á að liggja í dvala og kyrrstöðu.

Ljósmyndina tók J. Pasila (listakona frá New York sem dvelur um þessar mundir í Herhúsinu): Þar er Oliver Sacks til hægri, við hlið hans sitja Anita og Örlygur starfsfólk safnsins, vinstra megin sitja Atli Ársælsson, Ársæll Arnarsson og Bill Hayes.

Fréttina má einnig lesa á vefsíðu Síldarminjasafnsins


Athugasemdir

24.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst