Skemmtiferðaskip setti svip á bæinn.
sksiglo.is | Almennt | 30.07.2011 | 13:50 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 657 | Athugasemdir ( )
Við komu skemmtiferða-skipsins Minervu til Siglufjarðar í morgun kl. 09:00 fjölgaði til muna í bænum. Skipið er 135 metra langt og 20 metra breitt, það stærsta sem komið hefur til Siglufjarðar.
Farþegafjöldinn var um 350 manns, sem var skipt í fimm hópa með leiðsögn. Bærinn skoðaður og síldarsöltun fyrir alla í síldarminjasafninu. Skipið lætur úr höfn kl. 13:30. Í fyrramáli kemur annað skemmtiferðaskip kl. 06:00 það er örlítið minna en það sem er í dag.







Texti og myndir: GJS.
Farþegafjöldinn var um 350 manns, sem var skipt í fimm hópa með leiðsögn. Bærinn skoðaður og síldarsöltun fyrir alla í síldarminjasafninu. Skipið lætur úr höfn kl. 13:30. Í fyrramáli kemur annað skemmtiferðaskip kl. 06:00 það er örlítið minna en það sem er í dag.
Texti og myndir: GJS.
Athugasemdir