Skíðasvæðið í Skarðsdal.

Skíðasvæðið í Skarðsdal. Hluti skíðasvæðisins í Skarðsdal, þ. e. neðsta lyftan, hluti T-lyftunnar, bílastæðið og skíðaskálinn eru á snjóflóðahættusvæði.

Fréttir

Skíðasvæðið í Skarðsdal.

Innsent efni.


Skíðasvæðið í Skarðsdal

 

Hluti skíðasvæðisins í Skarðsdal, þ. e. neðsta lyftan, hluti T-lyftunnar, bílastæðið og skíðaskálinn eru á snjóflóðahættusvæði. Heimild er því til að loka svæðinu árið 2014 verði ekki gerðar viðeigandi ráðstafanir. Þetta er staðreynd sem við stöndum frammi fyrir. Framtíðar staðsetning skíðasvæðisins er hins vegar ekki bara hagsmunamál Leyningsáss heldur alla bæjarbúa og e.t.v. alla landsmenn.  Lesa meira.

 

Samkvæmt hættumati fyrir skíðasvæðið þarf að finna nýjan stað fyrir upphafsstöðvar tveggja skíðalyfta, skíðaskála og bílastæði. Því hefur verið samþykkt nýtt deiliskipulag um staðsetningu þessara mannvirkja sem byggir að miklu leyti á skýrslu nefndar fagaðila frá mars 2009.  

 

Staðsetning upphafstaðar nýs svæðis samkvæmt deiliskipulaginu er engin tilviljun. Þannig er það ekki aðeins utan hættusvæðis heldur er þar einnig gott athafnarými. Þá er svæðið hærra yfir sjó eða í 325 metra yfir sjávarmáli í stað ca. 200 metra og því öruggara með snjó. Forsvarsmenn Leyningsáss hafa þó viljað kanna aðra möguleika áður en lengra er haldið og bent á eftirtalda ókosti þess byggja svæðið upp eins og ráðgert er skv. deiliskipulaginu:

  • Minni heildarfallhæð eða um 600 metrar sem rýrir aðdráttarafl skíðasvæðisins í heild. 
  • Rekstaröryggi minnkar því að veður er oft skaplegra á neðsta hluta svæðisins en ofar. 
  • Afstaða skíðalyftna og brekkna annars vegar og bílastæða og þjónustuhúss hins vegar mun þýða að töluverð umferð skíðamanna verður þvert á T-lyftu. 
  • Kostnaður við veglagningu er áætlaður rúmar 120 milljónir. 
  • Nýr 1.3 km vegur liggur í sneiðingum með allt að 10,8% langhalla á snjóþungu svæði og kallar á aukinn snjómokstur og hálkuvarnir. Hafa allt að 600.000 kr./viku verið nefndar sem líklegur kostnaður. 

 

  • Vegurinn mun liggja um snjóflóðahættusvæði með tilheyrandi hættu fyrir vegfarendur og snjóruðningsmenn. 
  • Vegna þessa og erfiðari veðurskilyrða ofar í fjallinu megin búast við allt að 15-20% minni opnunartíma svæðisins. 

Leyningsás hefur unnið að málinu í samvinnu við við fagaðila. Þannig tók Veðurstofan að sér að vinna nýtt hættumat sunnan Leyningsár, þ. e. í Snókshlíð. Þá hefur Vegagerðin sýnt málinu skilning en ekkert fjármagn er þó til vegagerðar sem þessarar og raunar ekki á rammaáætlun sem nær til 2022.

Þorsteinn Jóhannesson verkfræðingur hefur í samvinnu við Veðurstofuna kannað ýmsa möguleika með það fyrir augum að verja núverandi staðsetningu svo sem með að efla snjóeftirlit, beita sprengjum við stýrðar aðstæður og byggja varnarvirki. Allir þessir möguleikar eru út af borðinu í dag.  

Eins og stendur eru þrír valkostir í stöðunni. 

  • Halda sig við núverandi deiliskipulag þó með þeirri breytingu að freista þess að þurfa ekki að þvera T-lyftuna til að komast að skíðaskála og bílastæði. Hvað sem gert verður þarf að taka. 3 neðstu staura þeirrar lyftu. 
  • Þvera Leyningsá skammt ofan við núverandi skíðaskála og reisa rúmlega 200 metra toglyftu að nýjum byrjunarstað T-lyftu. Kostir þessa eru fyrst og fremst mun styttri og auðveldari vegalagning og meiri heildarfallhæð en samkvæmt valkosti A. Gallar eru hins vegar mikill halli og þröngt athafnarými. Þá gæti þurft að sprengja úr fjallinu sem myndi auka kostnað við byggingu skála.
  • Þvera Leyningsá skammt neðan við skíðaskálann þannig að bæði umferð og skíðamenn gætu nýtt hana. Upphafsstaður skíðasvæðisins yrði þá á fyrsta hentuga staðnum sunnan árinnar. Helstu kostir eru minni vegaframkvæmdir, mun minni snjómokstur, gott athafnarými fyrir byggingar, aukin fallhæð á skíðasvæðinu og aukið rekstraröryggi vegna veðurs.  Galli er að svæðið færist neðar og því ekki eins snjóöruggt.

Fimmtudaginn 26. september verður haldinn á Siglufirði fundur um málið þar sem fulltrúar, Vegagerðarinnar, Veðurstofunnar og fleiri aðilar munu fara yfir stöðuna og meta valmöguleika. 

Niðurlag.

Siglfirðingar hafa átt erfitt með að finna skíðasvæði sínu endanlegan stað en ítrekað hefur þurft að flytja það. Þegar skíðasvæðið var flutt í Skarðsdal var neðsti hlutinn í um 140 metrum yfir sjávarmáli. Sá hluti skemmdist í snjóflóði 1995 og var þá neðsta lyftan stytt um 300 metra og upphafssvæðið staðsett þar sem það nú er. Í aprílbyrjun 2010 féll stórt snjóflóð úr Illviðrishnjúki sem fór undir neðstu lyftu og fast að upphafsstöðu T-lyftu. Forustumenn skíðamála á Siglufirði hafa unnið þrekvirki í gegnum tíðina og ekki gefist upp þótt áföll hafi dunið yfir, heldur alltaf byggt upp að nýju. Þetta óeigingjarna starf þeirra verðu seint fullþakkað. 

Samkvæmt samþykktum Leyningsáss ber stofnuninni að byggja upp skíðasvæðið til alhliða vetraríþróttar og gera það samkeppnisfært við önnur sambærileg svæði í nágrenninu. Í samþykktunum er nánar tekið fram það helsta sem gera þurfi í þessu sambandi s.s. að færa lyftur, byggja skíðaskála og fl. 

 

Skíðasvæði í Skarðsdal fær mikið lof allra sem í fjallið koma sér í lagi eftir að ný Hálslyfta kom í gagnið sl. ár. Hefur gestum í fjallinu fjölgað árlega eða frá um 5 þúsund í rúm 15 þúsund gestum á nokkrum árum. Unnt á að vera að gera enn betur. Það liggur nú fyrir að ákvarða þarf upphafsstað skíðasvæðisins eins og hann á að vera um ókomna framtíð. Því er mikilvægt að skoða alla valkosti áður en sú ákvörðun er tekin. 

Valtýr Sigurðsson form. Leyningsáss ses.

ATH. Ekki er um opin fund að ræða. 

 


Athugasemdir

03.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst