Skíðasvæðið í Siglufjarðarskarði
sksiglo.is | Almennt | 02.02.2012 | 17:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 514 | Athugasemdir ( )
Blíðskaparveður er á Siglufirði í dag og nutu börnin, sem komu frá Félagsmiðstöðinni Frostaskjóli á Seltjarnarnesi, sín vel en þetta eru um sextíu krakkar sem verða hér í tvo sólarhringa.
Ég náði ekki myndum af þeim öllum þar sem þau voru komin upp í Bungulyftu. Um helgina verður haldin í Skarðinu brettahátíð á vegum Brettafélags Íslands.
Nægur snjór er á skíðasvæðinu og verður það opið næstu daga frá kl. 11.-19. og næstu helgi frá kl. 10.-16. Á Hólssvæði er 3,5 km. létt göngubraut sem allir geta notið sín í.


Texti og myndir: GJS
Ég náði ekki myndum af þeim öllum þar sem þau voru komin upp í Bungulyftu. Um helgina verður haldin í Skarðinu brettahátíð á vegum Brettafélags Íslands.
Nægur snjór er á skíðasvæðinu og verður það opið næstu daga frá kl. 11.-19. og næstu helgi frá kl. 10.-16. Á Hólssvæði er 3,5 km. létt göngubraut sem allir geta notið sín í.
Texti og myndir: GJS
Athugasemdir