Skíðasvæðið í Skarðinu.
Samkvæmt
starfsáætlun átti Leyningsás ses að koma upp nýrri lyftu í Skarðinu á árinu
2012 svo og að bæta salernisaðstöðu við Bungulyftu.
Ný lyfta hefur verið keypt frá Austurríki og er hún væntanleg til landsins í lok þessa mánaðar. Þá er verið að teikna undirstöður sem steyptar verða sem fyrst þannig að unnt verður að setja lyftuna upp fyrir skíðavertíðna. Lyftan, sem nefnist Hálsalyfta, mun auðvelda aðkomu að Bungulyftu auk þess að bæta nýtingu á brekkunni fyrir neðan hana.
Stjórn Leyningsáss ses hefur eytt mikilli vinnu og fjármunum að kanna hvort komast megi hjá því að færa skíðasvæðið eins og ráð er fyrir gert samkvæmt deiliskipulagi,
t. d. með sérstökum snjóflóðavörnum, auknu
eftirliti, sprengingum á hengjum og með því að beita lokunum á svæðinu. Stjórnin
bendir á að miklir hagsmunir séu þarna í húfi. Í fyrsta lagi mun vegagerð að
nýju byrjunarsvæði kosta um 150 milljónir sem ekki liggja á lausu hjá
ríkissjóði. Þá mun neðsta lyftan, þ.e. diskalyftan fara auk þess sem T-lyftan færist
upp um 2-3 staura en þetta styttir verulega heildarfallhæð á svæðinu. Kostnaður
við þessar framkvæmdir gæti því nálgast 200 milljónir króna.
Þá er ótalinn kostnaður vegna aukins snjómoksturs af þessum sökum. Því miður bendir ekkert til þess að þetta takist enda eru lög og reglugerðir á þessu sviði lítt sveigjanlegar eins og bæjarbúum er kunnugt um. Tímaáætlun um frekari uppbyggingu skíðasvæðisins er því í mikilli óvissu sem stendur, en ekki er unnt að ráðast í byggingu nýs skíðaskála eða skipuleggja svæðið frekar fyrr en nýr framtíðarvegur hefur verið lagður.
Stjórn Leyningsáss mun hins
vegar kappkosta að skíðasvæði Fjallabyggðar á Siglufirði verði
alhliða vetraríþróttasvæði, samkeppnisfært við önnur sambærileg skíðasvæði í
nágrenninu eins og samþykktir stofnunarinnar kveður á um.
Texti: Valtýr Sigurðsson
Mynd: Egill Rögnvaldsson
Athugasemdir