Skíðavertíðin fer vel af stað á Sigló
sksiglo.is | Almennt | 02.12.2010 | 13:45 | Finnur Yngvi Kristinsson | Lestrar 280 | Athugasemdir ( )
5. nóvember síðastliðinn hófst skíðavertíðin á Siglufirði, fyrst allra skíðasvæða á landinu. Að sögn Egils hefur vertíðin farið mjög vel af stað og var fjöldi gesta í nóvember 850 manns.
Opnunardagar í nóvember voru 16 og mættu því að meðaltali 53 í fjallið á degi hverjum sem telst nokkuð gott segir Egill.
Mjög góður snjór er í öllum brekkum en meðal snjódýpt er 65cm á neðsta svæði, 45cm við T-lyftuna og 80cm á Bungusvæði.
Athugasemdir