Skipulag heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi
Verið er að semja sameiginlegt bréf Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar til Velferðarráðherra varðandi sameiginlega hagsmuni íbúa við utanverðan Eyjafjörð í heilbrigðis- og öldrunarþjónustu á svæðinu.
Í bókun frá fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar 13. febrúar kemur fram m.a.
"Ef samþykki Bæjarráðs Fjallabyggðar, Bæjarráðs Dalvíkurbyggðar og Velferðaráðherra fæst til að hefja viðræður, mun fara af stað ítarleg og umfangsmikil vinna við útfærslu og hagkvæmniathugun sem fjölmargir aðilar munu hafa aðkomu að. Víðtækt samstarf við alla hagsmunaaðila verður haft að leiðarljósi. Nú þegar hefur málið verið rætt við yfirmenn og stjórnir heilbrigðisstofnana á svæðinu. Einhugur ríkir um að kanna sameiginlega kosti þess að Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð myndi eitt þjónustusvæði í heilbrigðis og öldrunarþjónustu, þar sem öflug þjónusta við íbúa er höfð að leiðarljósi."
Athugasemdir