Skólabyggingu seinkar á Sigló
Samkvæmt bókun Fræðslunefndar Fjallabyggðar er ljóst að ekkert verður að skólabyggingu á Siglufirði fyrir næstkomandi skólaár. Kemur þar fram að deiliskipulag hafi ekki legið fyrir og því ekki hægt að ráðast í framkvæmdina.
Því hefur verið ákveðið að halda kennslufyrirkomulagi óbreyttu á komandi skólaári og kenna í báðum
skólahúsunum eins og nú er gert. Samkvæmt bókun harmar Fræðslunefnd þessi mistök sem gefur til kynna að hefði mátt koma í
veg fyrir.
Bókun fræðslunefndar má lesa í heild sinni
hér.
Fundur skipulags- og umhverfisnefndar gefur til kynna að þrjár athugasemdir hafi borist vegna grenndarkynningar á byggingunni og því hafi þurft
frá að hverfa að svo stöddu en að vinna við nýtt deiluskiplag sé nú í gangi.
Bókun skipulags- og umhverfisnefndar má lesa
hér.
Myndir teknar uppúr drögum af nýju deiliskipulagi lóðarinnar.
Athugasemdir