Skólinn í ratleik
sksiglo.is | Almennt | 02.10.2013 | 06:00 | Finnur Yngvi Kristinsson | Lestrar 387 | Athugasemdir ( )
Það var mikið gaman hjá krökkunum í Grunnskólanum í gærmorgun þegar þeir gengu um götur bæjarins í ratleik ásamt kennurum sínum. Það var fyrsti til fjórði bekkur sem gekk um götur bæjarins í morgunsárið en efri deildirnar fóru síðan í ratleik eftir hádegi.
Ekki var betur að sjá en að krakkarnir skemmtu sér konunglega enda góð tilbreyting að komast út úr skólastofunni og fá að hreyfa sig dulítið.
Athugasemdir