Skötuveislur vinsælar á Þorlák
www.mbl.is | Almennt | 23.12.2011 | 08:48 | Finnur Yngvi Kristinsson | Lestrar 441 | Athugasemdir ( )
Skatan er ekki við allra hæfi en er þó svo vinsæl að yfir 40% allra landsmanna borða hana á Þorláksmessu. Líklega eru þó stærri hluti en það sem borðar skötu á Siglufirði og er hún í dag á borstólnum hjá þremur veitingastöðum, Hannes Boy, Torginu og Allanum, og svo að sjálfsögðu á fjölda heimila.
Skatan er töluvert vinsælli hjá körlum en konum og þá frekar hjá eldra fólki en því yngra og mun vinsælli hjá landsbyggðarfólki en borgarbúum. Hugsanlega má það rekja til aldursamsetningar samfélaganna. Ætla má því að í Fjallabyggð borði um helmingur allra bæjarbúa skötu á Þorláksmessu.
Lesa má umkönnun MMR á skötuhefð íslendinga á mbl.is
Skatan er töluvert vinsælli hjá körlum en konum og þá frekar hjá eldra fólki en því yngra og mun vinsælli hjá landsbyggðarfólki en borgarbúum. Hugsanlega má það rekja til aldursamsetningar samfélaganna. Ætla má því að í Fjallabyggð borði um helmingur allra bæjarbúa skötu á Þorláksmessu.
Lesa má umkönnun MMR á skötuhefð íslendinga á mbl.is
Athugasemdir