Skötuveislur í Fjallabyggð

Skötuveislur í Fjallabyggð Íbúar hafa úr nógu að velja þegar kemur að skötuveislum á Þorláksmessu, að vanda er hefð fyrir veislum í heimahúsum en einnig

Fréttir

Skötuveislur í Fjallabyggð

Íbúar hafa úr nógu að velja þegar kemur að skötuveislum á Þorláksmessu, að vanda er hefð fyrir veislum í heimahúsum en einnig verða veitingastaðirnir Hannes Boy, Allinn, Torgið, Höllin og Hótel Brimnes með kræsingarnar á boðstólnum í hádeginu.

 

Löng hefð er fyrir því að landinn gæði sér á skötu á jólunum en á síðustu árum hefur það aukist að fólk sæki þessar kræsingar á veitingastaði og sleppi því að elda hana heima. Má það helst rekja til sterkrar lyktarinnar sem ekki öllum líkar við. Fréttamaður Sigló.is fær hinsvegar vatn í munninn þegar hann hugsar til þessa og mun bæði gæða sér á skötu í heimahúsi og kíkja á veitingastaði bæjarins.

Vonandi rekur hún í hnakkann þetta árið.


Athugasemdir

17.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst